Saturday, March 8, 2008

Bráðum 17

Karlotta Dögg Jónasdóttir fædd 28 október 1991 í Carrara á Ítalíu.... er orðin stór komin í menntaskóla í hafnarfirði með mikla hæfileika á sviði myndlistar og tónlistar (tónlistargáfan ekki frá pabbanum)

Nú fer að koma að bílprófinu ætli ég verði ekki að finna handa henni sætan smástelpubíl í haust
.
Karlotta Dögg

Einn fagran sunnudag á ítalíu fórum við í bíltúr á gamla græna BMW 320 bílnum okkar..... Ferðinni var heitið upp til fjalla og ekki var stoppað fyrr en í hæðstu hæðum fyrir ofan Carrara í Toscania þar sem fjöllinn eru hvít af marmara .... Þar tók ég þessa mynd af Karlottu dóttur minni minnugur myndar sem móðir mín tók af mér ungum...
.
A 202

Þessi mynd er tekin þar sem ég sit undir stýri í bílnum hans pabba sem var volkswagen bjalla gulhvít að lit með númerinu A 202 og er ein af mínum fyrstu minningum Mamma tók þessa mynd, eins og sjá má er guttinn strax kominn með bíladellu.
.

Saturday, March 1, 2008

Gamla myndin

Nýr liður á þessu bloggi er "Gamla myndin" þar mun ég koma með gamlar myndir úr lífi mínu af mér og málverkum mínum. "Á Rómarslóð" Var að gera þessa mynd upp um daginn hreinsa hana og strekkja upp á alvöru blindramma og lakka.....myndin er máluð á Ítalíu 1992. Sjá nánar um verkið hér: http://www.jvs.is/a_artforsale_9.htm

.

Sunday, July 29, 2007

Sumarfrí
Sumarfrí…… (sumir eru alltaf í fríi mundi einhver segja) frekar latur þessa dagana þó næg verkefni séu í gangi málverk sem þarf að klára fyrir miðvikudag (brúðkaupsmynd) annars hefur gengið vel að selja aðallega smámyndir sumarið frekar rólegur tími…. Spurning um að taka sér frí í viku far suður eða eitthvað………. Karlotta Dögg dóttir mín kemur um helgina og verður hjá mér fram á mánudag…. Svo verður gleðihátíðin Ein með öllu um helgina þannig að líklega verður maður að vaka og vakta gilið….. taka inn grillið og leggja bílnum í öruggri fjarlægð frá átakasvæðinu.... það græða samt einhverjir á þessu þó ekki séu það myndlistarmennirnir...
.

Friday, June 8, 2007

Ítalíu lookið

Þær sögusagnir hafa verið í gangi að undirritaður hafi verið frekar góður með sig er hann kom frá námi á Ítalíu, það hafi jafnvel gengið svo langt að það hafi sést rigna upp í nefið á honum á góðum sólskinsdegi. Einnig hafa gengið þær sögur að listamaðurinn hafi skartað fögru tagli er hann kom heim og verið með Ítalíu Lookið út í eitt, svo mikill hefur áhugi kvenþjóðarinnar á þessu verið að undirritaður sér sig til neyddan að setja mynd af þessu á netið og fá þar með frið fyrir þessari þrá vinkvenna sinna......

Jónas Viðar
.

Wednesday, May 30, 2007

Ef ég hefði vitað

Ef ég hefði vita síðast er ég kaus í bæjarstjórnarkosningum hér í menningarbænum Akureyri að flokkurinn minn í samstarfi við Samfylkinguna mundi standa fyrir aðför að Myndlistaskólanum með stórlega skertu framlagi, þá er ég hræddur um að atkvæði mitt hefði verið notað á annan hátt.
Menn sem ekki þekkja söguna eða eru rangt upplýstir af samstarfsfólki sínu fara nú hamförum í aðför að Myndlistaskólanum.
Það má ekki kasta 33 ára þekkingu og árangri fyrir borð með vanhugsuðum aðgerðum.

Jónas Viðar
.

Sunday, May 27, 2007

Blessað Gilfélagið

Gilfélagið er barn síns tíma stofnað af áhugafólki um uppbyggingu menningargötu Akureyringa (Listagilið) og var félagið kraftmikið og duglegt í upphafi. Fjöldi fólks kom að starfseminni og margar hendur unnu ómælda sjálfboðavinnu beð bros á vör, full af ákefð fyrir bjartri framtíð félagsins.

Með árunum hefur dofnað yfir starfseminni og fólkið sem þar starfaði hefur fundið sér aðrar leiðir til að koma sínum áhugaverkefnum á framfæri í gegnum sína eigin starfsemi laust við endalausar málamiðlunarlausnir til að gera öllum til hæfis.

Nú líður að aðalfundi Gilfélagsins og legg ég til að það verði lagt niður og þeim peningum (ef þeir eru þá enn til) sem það hefur haft verði notaðir til að byggja undir það blómlega menningarlíf og þá grósku sem er í bænum.

Jónas Viðar
.

Saturday, May 26, 2007

Holl lesning fyrir fólk sem starfar að menningarmálum á Akureyri

Í mogganum sem ég gluggaði í yfir capucino á menningarkaffihúsi Akureyringa Karólínu í gær var mjög góð grein eftir Önnu Jóa sem er ein af myndlistargagngrínendum moggans og ég leifi mér að birta hér á blogginu mínu. Holl lesning fyrir fólk sem starfar að myndlistarmálum á Akureyri og þeim sem ekki grein fyrir hversu mikilvægur Myndlistaskólinn á Akureyri hefur verið fyrir uppgangi myndlistar og menningar hér í bæ.

MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 BLS. 19

Kraumandi listalíf

Athafnasemi á myndlistarsviðinu á Akureyri takmarkast ekki viðviðburði á Listasumri, heldur ríkir þar í bæ mikill myndlistaráhugi og gróska í sýningarhaldi allan ársins hring. Listasafnið á Akureyri hefur fyrir löngu sannað gildi sitt meðmetnaðarfullu sýningarhaldi, líkt og hið einstæða Safnasafn við Svalbarðsströnd.

Gróskuna í listalífi bæjarins má ekki síst rekja til starfsemi Myndlistaskólans á Akureyri sem nýlega fagnaði 33. starfsárisínu með árlegri útskriftarsýningu. Skólinn býður upp á nám á háskólastigi í myndlist og listhönnun og er sem slíkurvalkostur við höfuðborgarsvæðið. Skólinn stendur einnig fyrir námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna og þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þeirrar starfsemi í samfélaginu. Myndlistaskólinn á Akureyri er viðurkenndur afmenntamálaráðuneytinu og styrktur af ríki og bæ en tryggja þyrfti fjárhagslegan rekstrargrundvöll hans til framtíðar.

Á Akureyri eru starfrækt fjölmörg sýningarrými og gallerí. Pistilhöfundur brá sér norður ádögunum og heimsótti sýningarrýmið galleriBox sem Menningarmiðstöðin Listagil við Kaupvangsstræti hefur umsjónmeð og rekið er af hópi myndlistarmanna sem hafa þar vinnustofur. Á sýningu Þórunnar Eymundardóttur „Hornberi“hafði Boxinu verið pakkað inn og sviðsett þar nokkurs konargægjusýning með hreindýraívafi. Næsti sýnandi er Margrét H.Blöndal sem tilnefnd var til íslensku sjónlistaverðlaunanna ásíðasta ári en stofnað var til þeirra að frumkvæðiListasafnsins á Akureyri.

Listalífið er sérstaklega blómlegt við Kaupvangsstrætið. Í Jónas Viðar Gallery sýnir nú Þorvaldur Þorsteinsson en hann erAkureyringur að uppruna og hóf einmitt myndlistarnám sitt í Myndlistaskólanum. Áhugaverðar myndlistarsýningar hafa verið í Populus Tremula, menningarsmiðju í Listagilinu. Í Deiglunni í Listagilinu sýnir um þessar mundir Pétur Örn Friðriksson verk sem lúta m.a. að ferðalögum og farartækjum.

Brekkugatan státar af tveimur galleríum. Þar er Gallerí DaLí rekið, ásamt vinnuaðstöðu, af tveimur nemendum Myndlistaskólans, þeim Sigurlínu M. Sveinbjörnsdóttur eða Línu, sem nú sýnir í galleríinu í tengslum við útskrift sína, og Dagrúnu Matthíasdóttur. Framtak þeirra endurspeglar þann myndlistaráhuga sem starfsemi skólans hefur í för með sér.

Gallerí + við Brekkugötu 35 hefur verið starfrækt frá 1996 af hjónunum Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur og Joris Rademaker – af löngun til að skapa „viðbót“ (samanber „+“) í listaflóru bæjarins. Nú er þar sýning Aðalheiðar S.Eysteinsdóttur, sem framlengd hefur verið þrisvar sinnum vegnamikillar aðsóknar. Vel heppnuð sýning Aðalheiðar samanstendur afskúlptúrum og lágmyndum auk blárrar birtu úr lofti og er byggðinn í rýmið. Í sumar verður þarna sýning Guðrúnar Pálínusem fjallar um sjálfsmynd hennar út frá stjörnukorti. Gallerí +er rekið í sjálfboðavinnu og nýtur lítilla sem engra styrkja og virðist sú vera raunin með ýmis önnur sýningarrými áAkureyri – þau virðast ekki rekin með hagnað að leiðarljósi. Mikilvægt er að styðja við bakið á slíkri hugsjónastarfsemisem er mikilvægur þáttur í aðdráttarafli bæjarins.

Anna Jóa
.

Tuesday, May 22, 2007

Myndlistaskólinn á Akureyri

Útskriftarræða 2007

Skólastjóri kennarar nemendur og aðrir gestir

Nú í maí eru liðin 20 ár síðan ég útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri og af því tilefni bað Helgi Vilberg mig að segja nokkur orð hér í dag.

Segja má að Helgi og myndlistaskólinn hafi verið mikill áhrifavaldur í mínu lífi, fyrst í Glerárskólannum þar sem ég var í teiknitímum og síðar á kvöldnámskeiðum í olíumálun sem Helgi stóð fyrir í skólanum.
Fyrstu listaverkabókina eignaðist ég sem verlaun fyrir góðan árangur í myndmennt við útskrift frá Glerárskólanum og þykir mér mjög vænt um þá bók, hefur hún eflaust átt sinn þátt í lífsstarfi mínu, bókin er um Cesane

Ég man þegar við Helgi ásamt fleirum héldum á trétrönunum úr Glerárskólanum upp marga margar tröppur í Glerárgötu 34 þar sem Myndlistaskólinn hafði komið sér fyrir í tveim litlum kennslustofum.
Á leiðinni höfðum við stoppað heima og ég gat hlaupið inn með einar trönur sem ég fékk að gjöf frá Helga, það voru mínar fyrstu trönur.

Á unglingsárunum var ég á kvöldnámskeiðum við Myndlistaskólann ásamt því að vinna í Mjólkursamlagi KEA í gilinu í því húsnæði sem hýsir nú Listasafn Akureyrar og var mín fyrsta alvöru vinna við að pakka osti í kassa nákvæmlega þar sem ég er með skrifborðið í Gallery-inu mínu í dag, síðasta ár hef ég verið með vinnustofu á efstu hæðinni þar sem áður var smjörgerð mjólkursamlagsins.

Einn dag þegar ég var rúmlega tvítugur sat ég í sumarfríi á bekk niður í bæ, torgið var grasi vaxið og hægt að aka hringinn í kringum það sumarið komið og sólinn skein, tek ég þá eftir að bíll sem ég kannast við keyrir tvo hringi kringum torgið og stoppar svo fyrir framan mig, út kemur Helgi labbar til mín og sest við hlið mér.

Í tæplega klukkustund segir hann mér frá Myndlistaskólanum og því að hann sé nú orðinn dagskóli og hvetur mig eindregið til að sækja um.
Daginn eftir segi ég upp vinnunni og allt verður vitlaust heima mamma og pabbi eru ekki á því að það sé gáfulegt að hætta í góðri vinnu til að fara í myndlistarnám verða málari, ég róa þau með hvítri lygi um að ég ætli að verð myndlistarkennari og samþykktu þau það á endanum.
Það var svo um haustið 1983 að ég hóf nám í fornámsdeild Myndlistaskólans ásamt mörgu seinna frægu fólki og er þá hellst að telja Kristínu Gunnlaugsdóttur, Sigurð Árna og Snorra Ásmundsson sem að vísu helltist fljótt úr lestinni.
Eitt fyrsta verk mitt sem listnemana var að fara í Hjálpræðisherinn og verða mér út um gamlan bómullarfrakka griflur spanjólu og einhverstaðar varð ég mér út um gúmmíbomsur og prjónaðar svartar legghlífar.
Þegar ég kem heim í mútteringunni verður allt vitlaust aftur.

Árinn fjögur í Myndlistaskólanum voru góð ár margir frábærir kennarar og gott starfsfólk með Soffíu fremsta í flokki.
1987 útskrifaðist ég með ferðastyrk upp á vasann frá skólanum.

Eftir skóla fékk ég inni með vinnustofu hjá listamönnum sem höfðu aðstöðu í Gamla Barnaskólanum sem er nú húsnæði Saga kapital Fjárfestingabanka ásamt því að kenna við Myndlistaskólann á námskeiðum og í dagdeildum.
Þetta voru lærdósríkir tímar og ansi fjörugir en hugurinn stefndi út og þá helst til Bandaríkjanna eða Englands þar sem ég hafði gott vald á ensku.
Á þessum tíma kynntist ég fyrrverandi konunni minni Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara sem hafði verið við nám í Danmörku ásamt því að fara námsferðir til ítalíu og fljótlega var ákveðið að ég færi í 4 ára framhaldsnám til Carrara á Ítalíu.

Á ítalíu var ég við námi árinn 1990 til 1994 og kom námið við Myndlistaskólan sér mjög vel og var ég betur staddur og með betri grunn en aðrir nemendur sem voru þó frá fjölmörgum löndum
Á Ítalíu eignaðist ég dóttir mína Karlottu Dögg, fékk viðurkenningu og verlaun strax á öðru ári frá Casa di rispariamo di Firenze sem er banki í flórens fyrir góðan námsárangur frétt um árangurinn birtist í staðarblaðinu Degi á Akureyri móðir mín sagði mér seinna að konurnar í vinnunni hennar hafi komið til sýn og óskað sér til hamingju með strákinn, kannski var þetta ekki svo vitlaust eftir allt samann.

Með hæðstu einnkun snéri ég heim og settist að í Reykjavík, setti upp sýningu í Sólon Íslandus fékk frábæra dóma en ekki seldist nema ein mynd. þetta voru erfiðir tímar enga vinnu að fá og á endanum fórum við norður þar sem ég hafði fengið vinnu á auglýsingastofu. Árinn 1995 til 1999 hélt ég sirca eina sýningu
á ári flestar á Akureyri og líka tvær í Osló seldi ágætlega en ekki nóg til að lifa af því.

Vorið 2000 flyt ég suður í kjölfar skilnaðar fer að vinna á sambýli enn um haustið tek ég þá ákvörðun um að gerast atvinnumaður í myndlist sama hvað það kostar og hef staðið við þá ákvörðun meira og minna síðan.
Ég hafði fengið boð um að sýna á Listasafni Akureyrar þá um vorið og ákvað að leggja allt undir fékk vinnustofu í Straumi Listamiðstöð við álverið í straumsvík og málaði og málaði ásamt því að safna skuldum allstaðar.

Sýningin í listasafninu gekk mjög vel seldi 23 málverk og fékk góða krítík það var ekki aftur snúið

Um áramót 2002 hringdi Þórarinn Blöndal í mig og fékk mig til að koma norður að gera proffs fyrir leikrit í leikhúsinu á Akureyri 3 vikna vinna við að gera 2000 heila fyrir konunglega heilasafnið í leikritinu Slavar,
Þessar 3 vikur eru nú orðnar að 5 árum og hefur margt verið gert á þeim tíma málað haldnar sýningar, búin til tvö gallery fyrst 02 gallery ásamt Þórarni og seinna Jónas Viðar Gallery í listagilinu á Akureyri.

Ég hef haldið yfir 40 einkasýningar ásamt því að standa fyrir sýningum annarra listamanna í mínum Galleryum.

Ég er atvinnumaður í myndlist fyrsti nemandinn sem útskrifast frá Myndlistaskólanum á Akureyri og fer í 4 ára framhaldsnám erlendis og hef ég nú kosið að lifa og starfa á Akureyri.

Móðir mín sem er orðin öryrki svolítið farið að slá út í fyrir henni spyr mig enn þegar ég kem til hennar hvort ég ætli ekki að fá mér vinnu, hvort ég sé að kenna eða vinna á sambýlinu og þá gríp ég til hvítu lyginnar, jú mamma ég er að kenna.

Stundum þegar lítið hefur selst og lítið er um peninga segi ég við mig Jónas Viðar nú þarftu að fá þér vinnu áður en allt verður vitlaust........
Þá segir listamaðurinn hættu þessu Jónas Viðar þú ert í vinnu....

Við ykkur sem eruð að útskrifast hér í dag segi ég eftir 20 ár í baráttunni, myndlist er vinna endalaus vinna............ eða eins og Adriano Bimbi prófessorin minn á Ítalíu sagði mano caldo............. höndin heit eða höndin þarf að vera heit.

Góðar stundir..............
.